Út í bláinn

Síðasta ferð ferðahóps FIT og Fagfélagsins "Út í bláinn" í ár verður farin sunnudaginn 29. apríl n.k.  Farið verður í Búðarhálsvirkjun og framkvæmdir þar skoðaðar. Lagt verður af stað frá Borgartúni 30. kl. 10:30 og komið til baka ekki seinna en kl. 19:00. Félögin bjóða uppá hressingu að vanda. Eina sem þarf að koma með er útivistarfatnaður og góða skapið.

 

Skráning í ferðina fer fram á þjónustuskrifstofunni í síma 535 6000 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir kl. 16 fimmtudaginn 26. apríl.