Hátíðardagskrá 1. maí 2012

 

Skipulögð hátíðardagskrá verður 1. maí í Reykjavík, á Akranesi, í Reykjanesbæ, á Selfossi og í Vestmannaeyjum fyrir félagsmenn FIT.  Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta.  Sjá nánar hér að neðan.
 

Reykjavík
Það verður kröfuganga í Reykjavík.  Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi.  Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00.  Gangan hefst kl. 13.30.  Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg.  Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10

 

Dagskrá:
Kvennakór Léttsveitar Reykjavíkur

Ræða - Þuríður Einarsdóttir formaður Póstmannafélags Íslands Drengjakór Reykjavíkur

Ræða - Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

Karlakór Reykjavíkur

Kvennakór Léttsveitar Reykjavíkur og Karlakór Reykjavíkur

Kórar og lúðrasveitir syngja og spila „Internasjonalinn“

Fundi slitið um kl. 15.00

Fundarstjóri Þórarinn Eyfjörð

 

FIT býður félagsmönnum í 1. maí kaffi í Ými við Skógarhlíð kl. 15:15.  Sjá nánar dagskránna hér.

 

Akranesi

Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí.  Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.

 

Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson

Ræðumaður dagsins: Vilhjálmur Birgisson Stúkurnar syngja nokkur lög Kaffiveitingar Félagsmenn fjölmennið! 1. maí-nefndin (Athugið! Því miður er Bíóhöllin upptekin vegna leiksýningar og ekki hægt að bjóða börnum á sýningu eins og verið hefur).  Sjá nánar dagskránna hér.

 

Reykjanesbæ

Í Reykjanesbæ verður hátíðardagskrá í Stapa ásamt kaffiveitingum í boði stéttarfélaganna.  


Dagskrá:

kl. 13:00  Börnum boðið á bíósýningu í Sambíó Keflavík

kl. 13:45  Húsið opnar.  

kl. 14:00  Setning - Ólafur S. Magnússon FIT

Ræða dagsins Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ

Töframaðurinn Daníel Örn

Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í FS flytja atriði úr verkinu Með allt á hreinu

Kór Keflavíkurkirkju synur nokkur lög 

Kynnir Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja

Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna

 

Merkjasala:  1. maí merki verður afhent duglegum sölubörnum mánudaginn 30. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóum 4 4. hæð frá kl. 12:00 - 15:00.  Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna.  Sjá nánar dagskránna hér.

 

Selfossi

Hátíðarganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00.  Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá Hótel Selfossi og gengið að Austurvegi 56 á Selfossi.  Að lokum verður gestum boðið í morgunkaffi í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56.

 

Dagskrá:

 

1. Setningarræða Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður
2. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi frá Félagi eldri borgara á Selfossi
3. Lína Langsokkur í flutningi Leikfélags Hveragerðis
4. Hljómsveitin Blár Ópal flytur nokkur lög m.a. lag þeirra Ingós og Axels Árnasonar, Stattu upp

 

Andlitsmálning fyrir börnin í boði stéttarfélaganna.  Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega eðalvagna.  Sjá nánar dagskránna hér.

 

Vestmannaeyjar

1. maí verður haldinn hátíðlegur nú eins og undanfarin ár. Hátíðahöldin verða í Alþýðuhúsinu samkvæmt dagskrá.

Dagskrá:
Kl. 14.30 Húsið opnar

Kl. 15.00 Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum. Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur 1. maí ávarpið. Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistina. Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana.

5. fl. karla í knattspyrnu selja 1. maí merkin og rennur allt söluandvirði merkjanna til þeirra. Bæjarbúar takið vel á móti sölubörnum.  Sjá nánar dagskránna hér.