Sérkjör fyrir félaga í FIT Olís og ÓB bjóða félagsmönnum í FIT félagi iðn- og tæknigreina Tvennukort Olís og ÓB. Tvennukortið er staðgreiðslukort sem tryggir þér góðan afslátt af eldsneyti, vörum og þjónustu hjá Olís og ÓB. Ekki þarf að tengja kortið við debet- eða kreditkort, þú einfaldlega framvísar kortinu þegar þú greiðir. Afsláttur sem kortið veitir: - -7 kr. af lítra frá dæluverði á þjónustustöðvum Olís
- -5 kr. af lítra frá dæluverði hjá ÓB
- 15% afsláttur af bílavörum á þjónustustöðvum Olís
- 12% afsláttur af smurolíum
- 15% afsláttur af Quiznos og heitum mat hjá Olís
- 5-10% afsláttur af öðrum vörum nema af tóbaki, símakortum, happadrætti, tímaritum eða blöðum
- 10% afsláttur af útivistar- og ferðavörum hjá Ellingsen nema af ferðatækjum eða vörum á tilboði
- 10% afsláttur hjá smurstöðvum Olís og hjá MAX 1
- Svona sækirðu um sérkjörin
- Þú getur sótt um kortið með því að skrá þig inn á orlofsvef félagsins.
| |