Desemberuppbót 2012

 

Desemberuppbót fyrir árið 2012 miðað við fullt starf er kr. 50.500 fyrir eftirtalda kjarasamninga. Samtök atvinnulífsins, Meistarasamband byggingamanna og Bílgreinasambandið.

Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Iðnnemar fá greidda desemberuppbót í samræmi við vinnuframlag, þ.e. þurfa ekki að hafa skilað 12 vikum í vinnu á síðustu 12 mánuðum.

Reikniregla fyrir iðnnema og starfsmenn hluta úr ári.
50.500 deilt með 45 - sinnum unnar vikur, = desemberuppbót. ATH að uppgjörstímabilið sé 12 mánuðir.

Reikniregla fyrir hlutastarf.
50.500 deilt með 100 sinnum starfshlutfall = desemberuppbót. Dæmi, 80% starf: 50.500/100x80=40.400 krónur

Til athugunar vegna starfsloka
Áunna desemberuppbót og orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótanna. Sama gildir um öll laun þar með talið orlof.

Upphæð desemberuppbótar í eftirtöldum kjarasamningum er: Ríkissjóður kr. 50.500
Reykjavíkurborg kr. 56.000
Strætó kr. 56.000
Orkuveitan kr. 61.600
Samband íslenskra sveitafélaga kr. 78.200
Landsvirkjun kr. 85.672
Sjá nánar í viðkomandi kjarasamningum á heimasíðu FIT

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Greiða ber öll gjöld og skatta af desemberuppbót eins og öðrum launum.