Orlando 2014

 

Opnað verður fyrir leigu á húsinu í Orlando á Flórída vegna ársins 2014 í dag 1. mars kl. 13:00. Dagleiga verður hækkuð um rúmlega 4,5% milli ára. Minnt er á að húsið rúmar 12 manns og sólarhringsleigan verður kr. 11.500.- auk þrifagjalds kr. 13.500.- á hverja leigu. Staðgreiða þarf leiguna en bókanir og greiðsla er á orlofsvef FIT.


Ný regla:

LOKAÐ verður til 8. mars á bókanir þeirra sem áður hafa leigt húsið í Orlando Þannig er þeim sem aldrei hefur farið veittur forgangur í 1 viku fram yfir þá sem áður hafa farið. Þessi regla er sett þar sem mikið er kvartað yfir að sama fólkið sé alltaf að fara í húsið. 


Einnig viljum við benda á að laust er í húsinu frá 5. - 20. mars 2013.