Afhending sveinsbréfa

 

Föstudaginn 8. mars, næstkomandi fer fram afhending sveinsbréfa í bifvélavirkjun, bílamálun, húsasmíði, málariðn, pípulögnum,  steinsmíði og vélvirkjun.  Að hófinu standa Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn og viðkomandi meistarafélög. Hófið hefst kl. 18:00 og verður haldið á Hótel Natura (Hótel Loftleiðir).