Sumarleiga orlofshúsa - umsóknarfrestur til 15. mars

 

Minnum á að umsóknarfreskur til sækja um í orlofshús  félagsins og ferðaávísanir fyrir sumarið 2013 rennur út 15. mars kl. 23:59. Umsókn um ferðaávísun er neðst í umsóknardálknum með orlofshúsunum.  Hægt er að sækja um hér.  Allir eiga svo að fá svar 20. mars og þeir sem fá úthlutun þurfa að hafa greitt 3. apríl. Þann 4. apríl kl 13:00 verður það sem ekki leigist sett á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur,fyrstur fær.


Í ár verður ekki sent út umsóknareyðublað fyrir sumarúthlutun, heldur er eingöngu sótt um á netinu. Þetta gildir fyrir alla orlofskosti sem sækja þarf um. Opnað verður fyrir umsóknir föstudaginn 15. febrúar og lokað föstudaginn 15. mars. Ef umsóknin vefst eitthvað fyrir mönnum má senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem óskir umsækjenda eru tíundaðar. Þeir sem ekki hafa tök á að sækja um rafrænt geta í þess stað sent skriflegar óskir til Félags iðn- og tæknigreina, Borgartúni 30 105 Reykjavík. Slíkar umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. mars. Ekki verður tekið við umsóknum í síma.

 

Allir eiga svo að fá svar 20. mars og þeir sem fá úthlutun þurfa að hafa greitt 3. apríl. Þann 4. apríl kl 13:00 verður það sem ekki leigist sett á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur,fyrstur fær.

 

Þegar sótt er um rafrænt þarf að setja inn kennitölu og lykilorð og velja fyrst hús og svo tímabil. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um sem flesta orlofskosti til að auka möguleika sína.

 

Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 7. júní. Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag. Verð á vikuleigu verður kr. 20.000.

 

Ferðavagnar. FIT Hefur ákveðið að breyta fyrirkomulagi á leigu ferðavagna. Ekki verður lengur hægt að fá tjaldvagna í gegnum orlofssíðu FIT, heldur verður hver og einn að annast leigu að öllu leiti sjálfur.

 

Eftir 12. ágúst verður síðan hægt að koma með eða senda umsókn ásamt fullnaðar kvittun um leigu á hverskonar ferðavagni til skrifstofu FIT í Reykjavík og fá í staðinn 15.000 króna orlofspunktaávísun vegna leigunnar að uppfylltum skilyrðum.

• Félagsmaður þarf að leggja til 15 orlofspunkta af orlofspunktareikningi sínum hjá FIT.

• Leigusamningur verður að vera á nafni félagsmanns.

• Leigusali þarf að vera starfandi og skráð ferðavagnaleiga.

• Leigutími á leigusamningi þarf að vera 6 dagar eða lengur.

• Sækja þarf um á sérstöku eyðublaði sem finna má á heimasíðu FIT

 

Aðeins þeir sem ekki fá aðra fyrirgreiðslu úr orlofssjóði geta fengið orlofspunktaávísun. Þannig á sá sem fær úthlutað bústað ekki rétt á að fá orlofspunktaávísun, sama á við þann sem fær úthlutað ferðaávísun.

 

Húsið á Spáni verður ekki í boði þetta sumar

 

Ferðaávísanir. Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá 30 ferðaávísanir á vegum Úrvals-Útsýnar, Plúsferða og Sumarferða. Sækja þarf um og sá sem fær úthlutun þarf að greiða kr 5.000.- en fær í staðinn afsláttarkóða upp á kr. 35.000.- sem hann slær inn við kaup á ferð hjá einhverju af áðurtöldum ferðaaðilum.