Úthlutun orlofshúsa lokið

 

Úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2013 er lokið.  Alls bárust 326 umsóknir og fengu 221 úthlutað orlofshúsum eða orlofsávísunum í sumar.  Vinsælasti kosturinn var íbúðin í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina en 31 sóttu um.  22 sóttu um íbúðina í Vestamannaeyjum vikuna 5. - 12. júlí en þá daga verður haldið upp á að 40 ár eru frá goslokum.

 

Þeir sem sóttu um eiga að hafa fengið tölvupóst um úthlutun eða synjun.  Frestur til að greiða er til og með 3. apríl.  En fimmtudaginn 4. apríl kl. 13 verður opnað á netinu fyrir það sem er laust, gildir þá fyrstur kemur fyrstur fær.  Til að bóka er einfaldast að skrá sig inn á orlofsvefinn með lykilorði sem er á félagsskírteininu ásamt kennitölu og ganga svo frá greiðslu með kreditkorti.

 

Þeir sem fengu úthlutað geta komast hér inn á til að ganga frá greiðslu á netinu.