Út í bláinn

 

Ferðahópur FIT og Byggiðnar "Út í bláinn" fer í ferð sunnudaginn 24. mars.  Lagt verður af stað kl. 13 frá Borgartúni 30 og er áætluð heimkoma kl. 16.  Ferðin er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

 

„Út í bláinn" er ferðahópur FIT og Fagfélagsins og eru félagsmenn og fjölskyldur þeirra hvattir til að nýta sér ferðirnar sem eru þátttakendum að kostnaðarlausu - einungis þarf að koma með góða skapið og ævintýraþrána. Oftast er farið í léttar gönguferðir þar sem fræðst er um það sem fyrir augu ber og slegið á létta strengi.
 

Miðað er við að ferðir verði síðasta sunnudag hvers mánaðar fram til maí.
 

Frekari upplýsingar fást á heimasíðum félaganna eða á þjónustuskrifstofunni í síma 535 6000.