Aðalfundur

untitled-9818

 

Aðalfundur Félags iðn- og tæknigreina var haldinn á Grand Hótel laugardaginn 23. mars.  Á fundinum fór formaður yfir skýrslu stjórnar og lagður var fram enurskoðaður ársreikningur FIT sem samþykktur var samhljóða. Einnig var að venju lýst kjöri til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa hjá FIT. Auk þess voru kjörnir fulltrúar á ársfundi þeirra fjögurra lífeyrissjóða sem FIT er aðili að og kjörnir fulltrúar á þing Samiðnar sem haldið verður í byrjun maí. Samþykktar voru lagbreytingar á lögum félagsins og breytingar gerða á reglugerðum allra sjóða félagsins.  Fundargestir voru almennt ánægðir með rekstur félagsins og þáðu veitingar að fundi loknum.

 

Hægt er að skoða fleiri myndir frá fundinum hér.