Skipulögð hátíðardagskrá verður 1. maí í Reykjavík, á Akranesi, í Reykjanesbæ, á Selfossi og í Vestmannaeyjum fyrir félagsmenn FIT. Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta. Sjá nánar hér að neðan.
Slagorð dagsins er "Kaupmáttur, atvinna, velferð". Reykjavík
Dagskrá: Kvennakór Reykjavíkur Ólafía Björk Rafnsdóttir formaður VR Jóns Sig með blásurum Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna Barnakór Kársnesskóla Maístjarnan sungin „Internationallinn“ sunginn við undirleik lúðrasveita
Ræður eru táknmálstúlkaðar Kolbrún Vökudóttir syngur á táknmáli með kórunum
Fundi slitið um kl. 15.00
Fundarstjóri Þórarinn Eyfjörð
FIT býður félagsmönnum í 1. maí kaffi í Setrið á Grand hótel við Sigtún. Sjá nánar dagskránna hér. Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí. Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson Ræðumaður dagsins: Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Stúkurnar syngja nokkur lög Kaffiveitingar Athugið! Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00. Sjá nánar dagskránna hér.
Í Reykjanesbæ verður hátíðardagskrá í Stapa ásamt kaffiveitingum í boði stéttarfélaganna. Dagskrá: kl. 13:00 Börnum boðið á bíósýningu í Sambíó Keflavík kl. 13:45 Húsið opnar, Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist kl. 14:00 Setning - Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja. Sönghópurinn Vox Felix Ræða dagsins Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ Eldey kór eldri borgara Kynnir Guðbrandur Einarsson, formaður VS Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna
Merkjasala: 1. maí merki verður afhent duglegum sölubörnum mánudaginn 30. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóum 4 4. hæð frá kl. 12:00 - 15:00. Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna. Sjá nánar dagskránna hér. Hátíðarganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá Hótel Selfossi og gengið að Austurvegi 56 á Selfossi. Að lokum verður gestum boðið í morgunkaffi í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56. Grillaðar verða pylsur.
Dagskrá:
1. Hátíðarræða Elín Björg Jónsdóttir
Kynnir Halldóra S. Sveinsdóttir
Félagar í Hestamannafélaginu Sleipni bjóða börnum á hestbak. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla.
1. maí verður haldinn hátíðlegur nú eins og undanfarin ár. Hátíðahöldin verða í Alþýðuhúsinu samkvæmt dagskrá. Kl. 15.00 Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum. Friðrik Björgvinsson vélstjóri flytur 1. maí ávarpið. Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistina. Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana. |