Afmælishátíð

 

Félag iðn- og tæknigreina hélt uppá 10 ára afmæli sitt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þann 11. ágúst. Afmælishátíðin tókst með eindæmum vel. Eins og sjá má af myndum frá hátíðinni.

rh object-8161

Boðið var uppá veitingar við allra hæfi og gestir nutu skemmtiatriða frá Bjarna töframanni og tónleika með Friðrik Dór. Veðrið var eins og best verður á kosið og áttum við góðan dag með félagsmönnum og fjölskyldum þeirra. Félag iðn- og tæknigreina þakkar öllum sem fögnuðu 10 ára afmælinu með okkur, fyrir komuna.

Grillararnir Þessir grilluðu

 

Andlitsmalun Andlitsmálunin var vinsæl

 

vedurblida Gestir nutu tónlistar og skemmtiatriða í veðurblíðunni 

terta

Afmælisterturnar voru glæsilegar

Sjá fleiri myndir frá hátíðinni