FIT hefur nú opnað könnun meðal félagsmanna á heimasíðu félagsins. Frá stofnun FIT árið 2003 hefur félagið verið í mikilli þróun og hefur meðal annars vaxið með inngöngu annarra stéttarfélaga. Okkur sem erum í forsvari fyrir FIT langar því að vita hug félagsmanna til félagsins og ýmissra þátta í starfsemi þess.

Við biðjum þig þess vegna að gefa þér nokkrar mínútur til að svara stuttri könnun.

Til að geta svarað rafrænt verður þú beðin(n) að gefa upp lykilorð eða félagsnúmer. Það tekur þig innan við 10 mínútur að svara spurningunum og þitt svar skiptir okkur miklu máli.

Félagsnúmerið er á félagsskírteini.

Við hvetjum alla félagsmenn til að svara könnuninni sem fyrst. Hún er opin nú þegar og verður opin til hádegis mánudaginn 9. september.

Könnunin er stutt og það tekur einungis nokkrar mínútur að svara.


Kannanir sem þessar eru mjög mikilvægar fyrir starf félagsins og undirbúning komandi kjarasamninga.

 

NyrHnappurKonnun2013

{nomultithumb}