Kjaramálaráðstefna Samiðnar

Samiðn hefur boðað til kjaramálaráðstefnu vegna endurnýjunar kjarasamninga.
Meginverkefni ráðstefnunnar er að leggja línurnar varðandi endurnýjun kjarasamninga en eins og kunnugt er renna þeir út í lok nóvember n.k. gagnvart SA en nokkru síðar gagnvart öðrum viðsemjendum.
Á ráðstefnuna er sambandsstjórn Samiðnar boðuð ásamt stjórnum aðildarfélaganna og trúnaðarmönnum á vinnustöðum og verður hún haldin þann 20. september nk.