Desemberuppbótin

 

Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að huga að Desemberuppbótinni, en hún átti að koma til greiðslu í síðasta lagi 15. Desember. Upphæðin í ár er kr. 52.100 á almennum markaði sjá nánar hér. Þeir sem skipt hafa um starf á árinu þurfa að hafa unnið 12 vikur hjá nýjum atvinnurekanda til að eiga rétt á nýja staðnum, en gera átti upp desemberuppbót við starfslok hjá þeim fyrri, hafi það ekki verið gert eiga menn að sjálfsögðu kröfu inni sem rétt er að huga strax að.