Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning

undirskrift kjarasamnings  

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga fer fram hér á heimasíðu FIT.

Þeir eru samningar Samiðnar við:

Samtök atvinnulífsins

Meistarasamband byggingamanna

Samband garðyrkjubænda

Bílgreinasambandið

 

Kosningin hefst miðvikudaginn 15. janúar kl. 09:00 og lýkur miðvikudaginn 22. janúar kl. 09:00.
Innskráning er með kennitölu og félagsnúmeri sem er á félagsskírteini 2014.
Þeir sem hafa af einhverjum ástæðum ekki fengið félagsskírteinið sent, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu FIT.

 

Kynningarefni um alla kjarasamningana má finna á heimasíðu Samiðnar www.samidn.is og sérstaka kynningu á samningnunum má finna hér.
En meginniðurstaða samningsins er:
Öll laun hækka um 2,8% frá 1. janúar 2014 en þó að lágmarki 8.000 kr.
Verði samningurinn samþykktur hefjast viðræður um kjarasamning til lengri tíma þar sem áherslan verður á vaxandi kaupmátt.

 

Í febrúar hefjast viðræður um okkar sérmál.
Unnið verður áfram í málum eins og húsnæðismálum og samræmdum réttindum í lífeyrissjóðum.
Það er niðurstaða samninganefndar FIT og Samiðnar að kjarasamningurinn sem undirritaður var 21. desember sé grunnur til að byggja á til framtíðar.

 

Samninganefndirnar telja að hann sé skynsamlegur áfangi á leið inn í nýjan tíma þar sem beitt verði öðrum vinnubrögðum.
Gangi samningurinn eftir skapi hann forsendur til að snúa af leið hárrar verðbólgu sem hefur étið upp ávinning af launahækkunum síðustu ára. Það er von nefndarmanna að þú sért sammála þessu mati, takir þátt í atkvæðagreiðslunni og sýnir vilja þinn verki.