Samningarnir samþykktir

rh object-9869

Félagsmenn FIT samþykktu kjarasamninga Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins og Bílgreinasambandið í rafrænum kosningum.

 

Í kosningunni um Bílgreinasambandssamninginn voru 49,43% samþykkir samningnum en 47,13% voru andvígir, 3,45% tóku ekki afstöðu. Samningurinn telst því samþykktur með 52,87% atkvæða þar sem hlutfall andvígra náði ekki meirihluta greiddra atkvæða s.b.r. 5.gr. Laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Kosningaþátttaka var 18,27%.

 

Í kosningunni um samninginn við Samtök atvinnulífsins, Meistarasamband byggingamann og Samband garðyrkjubænda voru 47,75% samþykkir samningnum en 48,34% voru andvígir, 3,91% tóku ekki afstöðu. Samningurinn telst því samþykktur með 51,66% atkvæða þar sem hlutfall andvígra náði ekki meirihluta greiddra atkvæða s.b.r. 5.gr. Laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Kosningaþátttakan var 19,11%.