Orlofsumsókn 2014

Opnað hefur verður fyrir umsóknir fyrir sumarúthlutun og lokað verður föstudaginn 14. mars kl. 23:59. Ef umsóknin vefst eitthvað fyrir mönnum má senda tölvupóst á orlof@ fit.is þar sem óskir umsækjenda eru tíundaðar. Þeir sem ekki hafa tök á að sækja um rafrænt geta þess í stað komið á einhverja af skrifstofum FIT eða sent skriflegar óskir til Félags iðn- og tæknigreina, Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Slíkar umsóknir þurfa að hafa borist til FIT fyrir 14. mars.


Ekki verður tekið við umsóknum í síma.


IMG 3559


Allir eiga svo að fá svar 18. mars og þeir sem fá úthlutun þurfa að hafa greitt 2. apríl. Þann 3. apríl kl. 13:00 verður það sem ekki leigist sett á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.


Þegar sótt er um rafrænt þarf að setja inn kennitölu og lykilorð og velja viðeigandi mánuð, og svo tímabil í því húsi sem leigja á. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um sem flesta orlofskosti til að auka möguleika sína.


Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 6. júní. Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag. Verð á vikuleigu verður kr. 20.000.


FERÐAVAGNAR.

FIT Hefur ákveðið fyrirkomulag á leigu ferðavagna. Ekki verður hægt að fá tjaldvagna í gegnum orlofssíðu FIT, heldur verður hver og einn að annast leigu að öllu leyti sjálfur.


Eftir 12. ágúst verður síðan hægt að koma með eða senda umsókn ásamt fullnaðarkvittun fyrir leigu á hverskonar ferðavagni til skrifstofu FIT í Reykjavík og fá í staðinn 20.000 króna orlofspunktaávísun vegna leigunnar að uppfylltum skilyrðum.


• Félagsmaður þarf að leggja til 20 orlofspunkta af orlofspunktareikningi sínum hjá FIT.

• Leigusamningur verður að vera á nafni félagsmanns.

• Leigusali þarf að vera starfandi og skráð ferðavagnaleiga.

• Leigutími á leigusamningi þarf að vera 6 dagar eða lengur.


Aðeins þeir sem ekki fá aðra fyrirgreiðslu úr orlofssjóði geta fengið orlofspunktaávísun. Þannig á sá sem fær úthlutað bústað ekki rétt á að fá orlofspunktaávísun, sama á við þann sem fær úthlutað ferðaávísun.


Ferðaávísanir. Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá 30 ferðaávísanir á vegum Úrvals-Útsýnar, Plúsferða og Sumarferða. Sækja þarf um og sá sem fær úthlutun þarf að greiða kr 5.000.- en fær í staðinn afsláttarkóða upp á kr. 35.000.- sem hann slær inn við kaup á ferð hjá einhverjum af áðurtöldum ferðaaðilum.


Miðasala. Minnum einnig á „miðasöluna“ á orlofsvef FIT. Þar verður hægt að kaupa afsláttarmiða á hótelgistingu og flugmiðum, einnig veiðikortið, golfkortið, útilegukortið og fleira ef samningar takast um góð kjör.


Húsið í Orlando. Opnað verður fyrir leigu á húsinu í Orlando á Flórída vegna ársins 2015 þann 3. mars kl.13:00. Minnt er á að húsið rúmar 12 manns og sólarhringsleigan verður kr. 11.500.- auk þrifagjalds kr. 13.500.- á hverja leigu. Staðgreiða þarf leiguna en bókanir og greiðsla er á orlofsvef FIT.


LOKAÐ verður til 10. mars á bókanir þeirra sem áður hafa leigt húsið í Orlando. Þannig er þeim sem aldrei hafa farið áður veittur forgangur í eina viku framyfir þá sem áður hafa farið.