Samningar undirritaðir við Reykjavíkurborg

 

 

Nýr kjarasamningur var undirritaður síðastliðinn föstudag við Reykjavíkurborg en samningurinn byggir á sama grunni og kjarasamningurinn við Samtök atvinnulífins. 

 

Helstu atriði samningsins eru:

 

Almenn launahækkun - 1. febrúar 2014 skulu laun og launataxtar skv. grein 1.1.1 í kjarasamningi aðila hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf.

 

Launataxtar í kjarasamningi hækka sérstaklega sbr. fylgiskjal I með kjarasamningi.

 

Frá og með 1. febrúar 2014 skulu lágmarkstekjur fyrir fullt starf samkvæmt kjarasamningi vera kr. 214.000 fyrir starfsmenn sem eru 18 ára og eldri og hafa starfað í fjóra mánuði samfellt hjá Reykjavíkurborg.

 

Við samþykkt kjarasamnings greiðist eingreiðsla kr. 14.600, m.v. fullt starf hverjum starfsmanni sem var við störf í febrúar 2014 og er enn í starfi 1. mars 2014. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í febrúarmánuði 2014.

 

Desemberuppbót skv. gr. 1.7.3 verður á árinu 2014 kr. 79.500.

Orlofsuppbót skv. gr. 4.2.2 verður á árinu 2014 kr. 39.500.


Verkfæragjald skv. gr. 6.1.2 verður kr. 35,32 hjá byggingamönnum.

Fatapeningar skv. gr. 6.5.1 verða kr. 19,42

 

Sjá nánar samninginn við Reykjavíkurborg hér.