Orlando 2015

Nú hefur verið opnað fyrir leigu á orlofshúsinu í Orlando á Flórída fyrir árið 2015 fyrir alla félagsmenn. En frá 3. mars kl. 13 til 10. mars kl. 13 höfðu þeir forgang sem aldrei höfðu leigt áður.


Minnt er á að húsið rúmar 12 manns og sólarhringsleigan verður kr. 11.500.- auk þrifagjalds kr. 13.500.- á hverja leigu. Staðgreiða þarf leiguna en bókanir og greiðsla er á orlofsvef FIT.