Samningar undirritaðir við Faxaflóahafnir

 

 

Nýr kjarasamningur var undirritaður í dag milli Samiðnar og Faxaflóahafna. 

 

Helstu atriði samningsins eru:

 

Greidd skal eingreiðsla kr. 14.600, m.v. fullt starf, enda hafi starfsmaður starfað í janúar og var enn í starfi þann 1. febrúar 2014.


Almenn launahækkun - Hinn 1. febrúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði á mánuði fyrir dagvinnu, miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% frá sama tíma.

 

Sérstök hækkun kauptaxta - Launaflokkar í kjarasamningum hækka sérstaklega sbr. fylgiskjal 1 með kjarasamningnum. Kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2014.

 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skulu vera sem hér segir fyrir starfsmenn 18 ára og eldri, sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki: 1. febrúar 2014, kr. 214.000 á mánuði.

 

Desemberuppbót miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 79.500.

Orlofsuppbót fyrir orlofsárið, sem hefst 1. maí 2014 miðað við fullt starf er kr. 39.500.

 

Sjá nánar samninginn við Faxaflóahafnir hér.