Samningar undirritaðir við Strætó bs

 

 

Nýr kjarasamningur var undirritaður í dag milli Samiðnar og Strætó. 

 

Helstu atriði samningsins eru:

 

Almenn launahækkun - Hinn 1. febrúar 2014 skulu laun og launataxtar skv. grein 1.1.1 í kjarasamningum aðila hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu, miðað við fullt starf. 


Lágmarkstekjur fyrir fullt starf  skv. kjarasamning Samiðnar og Strætó bs. skulu vera sem hér segir fyrir starfsmenn 18 ára og eldri, sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama Strætó bs: 


1. febrúar 2014, kr. 214.000 á mánuði.

Launaflokkar sem eru lægri en 230.000 kr. hækka sérstaklega um 1.750 kr.


Við samþykkt kjarasamnings greiðist sérstök eingreiðsla kr. 14.600, m.v. fullt starf hverjum starfsmanni sem var við störf í febrúar 2014 og er enn í starfi 1. mars 2014. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í febrúarmánuði 2014.


Desemberuppbót skv. gr. 1.7.3 verður á árinu 2014 kr. 79.600.

Orlofsuppbót skv. gr. 4.2.2 verður á árinu 2014 kr. 39.400.


Samningurinn gildir til 30. apríl 2015

 

Sjá nánar samninginn við Strætó hér.