Samningur við Orkuveitu Reykjavíkur

 

 

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur þann 20. mars síðast liðinn. Samningurinn hefur verið samþykktur af öllum greiddum atkvæðum en þátttaka í kosningunni var 94%. Samningurinn byggir á sama grunni og kjarasamningurinn við Reykjavíkurborg.  

 

Helstu atriði samningsins eru:

 

Almenn launahækkun - 1. febrúar 2014 skulu laun og hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.

 

Í stað áðurgildandi kauptaxta koma nýjir sem er hluti samninga viðkomandi stéttarfélags og OR. Kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2014.

 

Orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 miðað við fullt starf á árinu 2014 verður kr. 39.500.


Desemberuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 kr. 85.400.


Við launaútborgun þann 1. apríl 2014 skal OR greiða sérhverjum starfsmanni, sem er í fullu starfi í janúar 2014, sérstaka eingreiðslu sem nemur kr. kr. 14.600, hlutaðeigandi mánuð. Starfsmaður í hlutastarfi skal njóta hlutfallslegrar eingreiðslu í samræmi við starfshlutfall á sama tímabili. Gildi sama um starfsmann, sem starfað hefur hluta af viðmiðunartímabili sem greiðsla reiknast vegna.

 

Sjá nánar samninginn við Orkuveitu Reykjavíkur hér.