Laust í orlofshúsum í sumar

 

 

Opnað hefur verið fyrir laus orlofshús í sumar 2014. Nú gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Einungis er hægt að bóka eina viku yfir sumarið. Hægt er að bóka hér.

 

vestmannaeyjar

 

Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 6. júní. Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag. Verð á vikuleigu verður kr. 20.000.


Ferðaávísanir. Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá 30 ferðaávísanir á vegum Úrvals-Útsýnar, Plúsferða og Sumarferða. Sækja þarf um og sá sem fær úthlutun þarf að greiða kr 5.000.- en fær í staðinn afsláttarkóða upp á kr. 35.000.- sem hann slær inn við kaup á ferð hjá einhverjum af áðurtöldum ferðaaðilum. 


Úthlutað og greitt hefur verið fyrir 6 ferðaávísanir og því 24 ferðaávísanir eftir. Hægt er að kaupa ferðaávísanir hér.