Orlofsuppbót 2014

 

Orlofsuppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.

Orlofsuppbótin fyrir ári 2014 er:

 

kr. 39.500 hjá þeim sem starfar eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins, Bílgreinasambandsins, Meistarasambands byggingamanna, Ríkisins, Reykjavíkurborgar, Strætó og Orkuveitu Reykjavíkur.  

 

Sjá reiknivél til að finna út orlofs- og desemberuppbót 

 

IMG 3497 

 

kr. 39.000 hjá þeim sem starfar eftir kjarasamningi 

 Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

kr. 105.933 hjá þeim sem starfar eftir kjarasamningi Landsvirkjunar

 

Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót. Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

 

 

Orlofs- og desemberuppbót greidd út jafnharðan

 

 

 

Orlofsuppbót

Þeir starfsmenn sem fá greidda orlofsuppbót jafnharðan með tímakaupi fá greidda kr. 10.000 eingreiðslu 1. júní og kr. 4,81 hækkun á orlofsuppbót pr. klst.eða kr. 18,99 frá 1. maí að telja.

 

 

Desemberuppbót

 

Þeir starfsmenn sem fá greidda desemberuppbót jafnharðan með tímakaupi fá greidda kr. 7.200 eingreiðslu 15. desember og kr. 9,62 hækkun á desemberuppbót pr. klst. eða kr. 35,38 frá 1. maí að telja.

 

Sjá samkomulag vegna orlofs- og desemberuppbótar ef greitt er jafnharðan.