1. Maí - Samfélag fyrir alla

 

 

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt.

 

1ma

 

 

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt með tilheyrandi kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum stéttarfélaganna.

Í Reykjavík fer kröfuganga kl. 13:30 frá Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur og að honum loknum bjóða stéttarfölögin í 1. maí kaffi. Félag iðn- og tænkigreina býður félagsmönnum sínum á Grand hótel við Sigtún (Gullteigur).

 

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar um málefni 1. maí og yfirskrift dagsins sem að þessu sinni er: Samfélag fyrir alla.

 

Sjá upplýsingar um dagskrá og fleira á facebook síðu 1. maí í Reykjavík

 

Á Akranesi verður safnast saman við Kirkjubraut 40 kl. 14:00 og genginn hringur á neðri-Skaga. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá og kaffi í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð að Kirkjubraut 40. Sjá nánar dagskrá hér.


Í Reykjanesbæ verður hátíðardagskrá í Stapa og opnar húsið kl. 13:45. Sjá nánar dagskrá hér.


Á Selfossi hefst hátíðarganga kl. 11 frá húsi stéttarfélaganna Austuvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra. Sjá nánar dagskrá hér.


Í Vestmannaeyjum verður hátíðardagskrá í Alþýðuhúsinu og opnar húsið kl. 14:30. Sjá nánar dagskrá hér.