Orlofshúsin í haust

 

Opnað hefur verið tímabilið 29. ágúst 2014 til 5. janúar 2015 í orlofshúsum félagsins á Íslandi og gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

 

ond1

 

Vegna viðhalds á orlofshúsum verða eftirfarandi hús lokuð:

 

Skógarás 1 í Úthlíð: virku dagana á tímabilinu 1. september til 10. október.

Furulundur 6l: frá 13. október og verður opnað aftur þegar að viðhaldsvinnu er lokið.

Stykkishólmur: frá 10. nóvember og verður opnað aftur þegar að viðhaldsvinnu er lokið.

 

Djáknavegur 6 Úthlíð er að fara í sölu og verður opnað einn mánuð í einu með 2ja vikna fyrirvara þar til að það selst.