Golfmót Samiðnar

 

Hið árlega golfmót Samiðnar verður haldið föstudaginn 20. júní kl. 16 á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. 

 

IMG 3430

 

Mótsgjald er kr. 4000 og er innifalin í mótslok matarmikil súpa að hætti hússins. Mæting er í síðasta lagi kl. 15:30 en ræst verður út kl. 16 af öllum teigum í einu. Keppt verður bæði með og án forgjafar og veitt unglingaverðlaun. Mótið er opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Sú breyting verður nú á að mótið er jafnframt innanfélagsmót Byggiðnar og FIT og keppt um sérstök verðlaun hjá hvoru félaginu fyrir sig. Skráning á mótið er hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 535 6000, það þarf að gefa upp forgjöf og stéttarfélag. Takið þátt í skemmtilegu móti og látið vinnufélagana vita!