Vinnuverndarvikan

hjalmur teikningar

Vinnuverndarvikan hófst í dag undir yfirskriftinni "Góð vinnuvernd vinnur á streitu". Helstu markmið eru:

  • Bæta skilning á vinnutengdri streitu og sálfræðilegri áhættu
  • Efla stjórnun á þessum áhættum
  • Fyrirbyggja neikvæð áhrif streitu
  • Veita starfsmönnum og atvinnurekendum stuðning og leiðbeiningar
  • Hvetja til notkunar á tiltækum verkfærum til að bæta andlegt og félagslegt vinnuumhverfi

Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar "Góð vinnuvernd - vinnur á streitu" verður haldin í Gullteigi á Grand Hóteli Reykjavík, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 13 - 16. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Skoða dagskrá ráðstefnunnar.