Útskift úr Stóriðjuskóla Norðuráls

Þrjátíu og fjórir nemendur útskrifuðust frá Stóriðjuskóla Norðuráls þann 15. desember, sextán úr grunnnámi og átján úr framhaldsnámi, sem er fyrsti hópurinn sem útskrifaður er úr framhaldsnámi.
Stóriðjuskóli Norðuráls hefur verið starfræktur frá árinu 2012. Tilgangur námsins er meðal annars sá að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu, og efla starfsánægju og samskiptahæfni. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér færni í að afla og miðla upplýsingum og að þeir efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.
Stóriðjuskóli Norðuráls virðist hafa hvatt starfsfólk til frekara náms. Stór hluti nemenda sem hafa útskrifast úr grunnnámi sækja um inngöngu í framhaldsnám Stóriðjuskólans. Þá eru dæmi um að fyrrverandi og núverandi nemendur hafi farið í trésmíði, rafvirkjun, vélvirkjun og almennt bóknám. Þá virðast nemendur einnig hafa hvatt vini og félaga innan fyrirtækisins til að fara í nám eða halda áfram námi.
Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautarskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.

mynd1 grunnnám

 

mynd 2 framhaldsnám

Útskriftarhópar úr Stóriðjuskóla Norðuráls.