Jólakveðja

Þann 13. desember 2013 lést Sveinn Ingason ritari stjórnar FIT, langt um aldur fram. Sveinn var mikill hagleiksmaður til orðs og æðis, en ekki fóru þó allir hæfileikar hans hátt. Eitt af því sem Sveinn lék sér með var ljóðagerð og finnst okkur hjá FIT við hæfi að minnast Sveins með þrem fallegum stökum sem hann orti til dýrðar jólunum, en eftirlifandi eiginkona og stórfjölskyldan öll hefur gefið þær út á jólakorti.

IMG 6236 

 

Líkt og blómin loga á beði

Lýsir veg þinn heillastjarna.

Njóttu friðar, frelsis, gleði

Í faðmi lífs þíns jólabarna.

 

Fyllir dalinn friðarsól

Fjallasalinn blíða.

Höldum saman heilög jól

Heims um byggðir víða.

 

Björt og falleg birtu færir

boðar kærleik von og trú.

Dýrðar sólin daga nærir

drottins orðið færir nú