Opnað fyrir umsóknir á orlofsvefnum

ondverdarnes 2Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarúthlutun 2015.Lokað verður föstudaginn 13. mars kl. 23:59. Ekki verður sent út umsóknareyðublað fyrir sumarúthlutun, heldur er eingöngu sótt um á netinu. Þetta gildir fyrir alla orlofskosti sem sækja þarf um. Ef umsóknin vefst eitthvað fyrir mönnum má senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem óskir umsækjenda eru tíundaðar. Þeir sem ekki hafa tök á að sækja um rafrænt geta í þess stað komið á einhverja af skrifstofum FIT eða sent skriflegar óskir til Félags iðn og tæknigreina, Borgartúni 30 105 Reykjavík. Slíkar umsóknir þurfa að hafa borist til FIT fyrir 13. mars. Ekki verður tekið við umsóknum í síma. Allir eiga svo að fá svar fyrir 18. mars og þeir sem fá úthlutun þurfa að hafa greitt 1. apríl. Þann 2. apríl kl 13:00 verður það sem er ógreitt og ekki leigist sett á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur,fyrstur fær. Þegar sótt er um rafrænt
þarf að setja inn kennitölu og lykilorð, sem er á félagsskírteininu og velja mánuð og tímabil í því húsi sem sækja á um. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um sem flesta orlofskosti til að auka möguleika sína.