Orlofsúthlutun 2015 – leiðrétting á opnun

Úthlutun orlofsvalkosta félagsins er lokið Á fjórða hundrað umsóknir bárust og verða svörin send út á skráð netföng í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag. 

Komið hefur í ljós að mistök voru gerð við ákvörðun á opnun á þau tímabil sem verða laus að úthlutun lokinni. Fyrirhugað var að opna fyrir laus tímabil 2. apríl, en þar sem um helgidag er að ræða og páskar framundan verður að breyta því. Aðalástæðan er þó sú að bankar eru lokaðir og ekki hægt að sjá með fullvissu hverjir hafa greitt og hverjir ekki. Því til viðbótar kemur að ef fólk af einhverjum ástæðum lendir í vandræðum með greiðslur, verður að vera hægt að bregðast við því á opnunartíma skrifstofu. Einnig nær fresturinn fram yfir mánaðarmót sem gæti komið sér vel fyrir félagsmenn.

Greiðslufrestur þeirra sem fengu úthlutað verður framlengdur til miðnættis laugardaginn 4. apríl en opnað fyrir umsóknir þriðjudaginn 7. apríl kl. 13:00. Þá gildir „fyrstur kemur, fyrstur fær“. 

Leigutímabil húsanna er frá kl.16:00 á föstudegi til kl.12:00 næsta föstudag og hefst vikuleigutímabilið 5. júní og endar 31. ágúst.

FIT er áfram með eitt lægsta verð sem þekkist á markaðnum eða kr. 21.000 á viku.

kidarbotnar