Afhending sveinsbréfa

Föstudaginn 20. mars fór fram afhending á sveinsbréfum á Hotel Natura. Alls voru til afhendingar 56 sveinsbréf í fjórum greinum, 11 í bifvélavirkjun, 34 í húsasmíði, 5 í pípulögnum og 6 í garðyrkju en þetta er í fyrsta skipti sem garðyrkjan er með í sameiginlegu nýsveinahófi.
Að afhendingu lokinni buðu FIT, Byggiðn og viðkomandi meistarafélög uppá veitingar, sem nýsveinar og gestir gerðu góð skil.
FIT óskar hópnum til hamingju með sveinsbréfið.

rh object-6771

Margt var um manninn á afhendingunni

rh object-6810

rh object-7030

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir frá afhendingunni.