Föstudaginn 20. mars fór fram afhending á sveinsbréfum á Hotel Natura. Alls voru til afhendingar 56 sveinsbréf í fjórum greinum, 11 í bifvélavirkjun, 34 í húsasmíði, 5 í pípulögnum og 6 í garðyrkju en þetta er í fyrsta skipti sem garðyrkjan er með í sameiginlegu nýsveinahófi.
Að afhendingu lokinni buðu FIT, Byggiðn og viðkomandi meistarafélög uppá veitingar, sem nýsveinar og gestir gerðu góð skil.
FIT óskar hópnum til hamingju með sveinsbréfið.
Margt var um manninn á afhendingunni