Aðalfundur var haldinn 28. mars.

Aðalfundur Félags iðn- og tæknigreina var haldinn laugardaginn 28. mars í sal félagsins í Borgartúni 30.

Á fundinum var fjallað um lagabreytingar og venjuleg aðalfundarstörf. Formaður flutti skýrslu liðins starfsárs, sem reyndist vera félaginu hagstætt og ljóst að kreppan er á undanhaldi.

Lýst var kjöri helmings stjórnar, en í félaginu kveða lögin á um að helmingur stjórnar er kjörinn til tveggja ára í senn. Þannig er reynt að tryggja að þekking stjórnarmanna geti ekki glatast öll í einu. Einungis kom fram tillaga uppstillinganefndar og var því sjálfkjörið í stjórn. Í stjórninni eiga sæti 12 manns og kosnir eru 5 varamenn, sem einnig eru boðaðir á alla fundi. Uppstillinganefnd hefur í gegnum tíðina reynt er að tryggja að sem víðtækust þekking á sem flestum faggreinum sé innan stjórnar.
Að aðalfundi loknum var boðið til hádegisverðar sem fundarmenn gerðu góð skil.

untitled-1210169

untitled-1210212

untitled-1210410

untitled-1210539

untitled-1210604

Hér má skoða fleiri myndir af fundinum.