1. maí 2015 - Jöfnuður býr til betra samfélag

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt með tilheyrandi kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum stéttarfélaganna.

Hátíðarhöldin í Reykjavík:
Kl. 13:30 kröfuganga frá Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur, þar sem aðalræðumaður verður Hilmar Harðarson formaður FIT sem einnig er formaður Samiðnar.
Að útifundi loknum mun FIT bjóða félagsmönnum sínum í 1. maí kaffi á Grand hótel við Sigtún (Gullteigur).

Hátíðahöld á öðrum starfsstöðum FIT verða á eftirtöldum stöðum:

Akranes:

FIT mun ásamt öðrum stéttarfélögum standa fyrir dagskrá.
Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness
Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40
Ræðumaður dagsins: Vilhjálmur Birgisson
Karlakórinn Svanir syngur nokkur lög
Kaffiveitingar
Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

Reykjanesbær:

Dagskrá í Stapa kl. 13:45 Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist
Setning kl. 14 - Kristján Gunnarsson formaður VSFK
Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur syngja nokkur lög
Ræða dagsins: Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Sveitapiltins draumur – Atriði frá minningartónleikum til heiðurs
Rúnari Júlíussyni sem hefði orðið 70 ára á þessu ári
Kvennakór Suðurnesja flytja nokkur lög
Börnum boðið á sýningu í Sambíói Keflavík kl. 13

Selfoss:

Kröfuganga frá Austurvegi 56 kl. 11, að Hótel Selfoss þar sem hátíðardagskráin verður haldin
Ræðumenn: Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS og Halldóra Magnúsdóttir formaður Nemendafélags FS
Lína langsokkur mætir á svæðið og Karlakór Rangæinga syngur nokkur lög
Bílasýning
Veitingar í boði stéttarfélaganna á Hótel Selfossi

Vestmannaeyjar:

Dagskrá í Alþýðuhúsinu:
Kl. 14.30 Húsið opnar
Kl. 15.00 Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum. 
Arnar Hjaltalín formaður Drífanda stéttarfélags flytur 1. maí ávarpið. 
Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistina.
Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana.

IMG 0107