Nýundirritaðir kjarasamningar koma ekki til móts við kröfur iðnaðarmanna

Rétt í þessu var send út eftirfarandi fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum til fjölmiðla.

Samiðn ásamt MATVÍS, Grafíu/FBM, VM, Félagi hársnyrtisveina og RSÍ sem eru með samstarf við endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, vilja koma á framfæri að þau telji að kjarasamningar sem voru undirritaðir voru í dag komi ekki nægjanlega til móts við framlagðar kröfur og hefur því sáttasemjari boðað til fundar n.k þriðjudag.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um heimild til verkfallsboðunar og lýkur henni kl. 10:00 n.k mánudag.

Smellið hér til að taka þátt í kosningu um verkfall.

Fyrsti maí 1955