Golfmót Samiðnar 26. júní - skráningu lýkur 23. júní

Golfmót Samiðnar verður haldið á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ (Golfklúbbi Mosfellsbæjar) föstudaginn 26. júní n.k.

Ræst verður út af öllum teigum í einu kl. 16 og er mæting í síðasta lagi kl. 15:30.

Keppt verður bæði með og án forgjafar og einnig veitt unglinga- og gestaverðlaun. Mótið er opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra.

Mótið er jafnframt innanfélagsmót Byggiðnar og FIT og verður keppt um sérstök verðlaun hjá hvoru félaginu fyrir sig fyrir besta árangur karla og kvenna.

Skráning er í síma 535 6000 eða í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þarf að gefa upp forgjöf og hvaða stéttarfélagi viðkomandi tilheyrir.

Síðasti skráningardagur er 23. júní.

Golf