Rafræn kosning um verkfall hjá Rio Tinto Alcan

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Félagi iðn- og tæknigreina í störfum hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. vegna kjarasamnings milli Alcan á Íslandi (ISAL) og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga stendur nú yfir.

Smellið hér til að kjósa

Kosningu lýkur fimmtudaginn 18. júní kl. 10.00.

Viðræður um framlagðar kröfur Félags iðn- og tæknigreina vegna endurnýjunar á kjarasamningi milli Alcan á Íslandi (ISAL) og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga þ.e. FIT Félags iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, VR og MATVÍS, sem rann út þann 31. desember 2014 reyndust árangurslausar. Þann 15. apríl 2015 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara.

Þann 29. maí mat félagið það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar, þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Að fenginni þessari niðurstöðu hafa stjórn og trúnaðarráð Félags iðn- og tæknigreina ákveðið að efna til leynilegrar allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna í störfum hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. um boðun vinnustöðvunar í formi yfirvinnubanns og allsherjarverkfalls. Vinnustöðvunin nær til Rio Tinto Alcan hf. og felur í sér að starfsfólk Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. á samningssviði félagsins leggur niður störf sín.

hjalmur teikningar

Vinnustöðvunin komi til framkvæmda sem hér segir:
Yfirvinnubann frá miðnætti aðfararnótt 1. ágúst 2015 til miðnættis aðfararnætur 1. september 2015 og ótímabundið allsherjarverkfall frá miðnætti aðfararnætur 1. september 2015.