Ágæt mæting á kynningarfundi

Haldnir voru kynningarfundir á vegum FIT í byrjun þessarar viku vegna kjarasamningana sem hafa verið undirritaðir.  Fundirnir sem voru haldnir í Reykjavík, Reykjanesi, Akranesi, Vestmannaeyjum og Árborg voru ágætlega sóttir. Hilmar Harðarson formaður FIT kynnti helstu breytingar á ákvæðum aðalkjarasamnings, launaþróunartrygginguna, bókanir samningsins og fl.

Ágætar umræður sköpuðust um hin ýmsu mál og ýmsir þættir samningsins ræddir.

Nú er það í höndum félagsmanna að kjósa um samninginn og hefur kynningarbréf þar að lútandi verið sent til félagsmanna. Kosningin verður rafræn og lokadagur verður 15 júlí 2015.

Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar á fundinum í Borgartúninu.

IMG 2494

IMG 2495IMG 2496IMG 2497