Rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga frá 22. júní 2015 við Samtök atvinnulífsins, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins. Atkvæðagreiðslan er leynileg og tekur til þeirra félagsmanna FIT sem taka laun og/eða réttindi samkvæmt kjarasamningi Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Samtaka atvinnulífsins eða Meistarasambands byggingamanna.
Bréf með aðgangsorði hafa verið sett í póst og eru að berast þeim félagsmönnum FIT sem eru á kjörskrá.