Niðurstöður kosninga um kjarasamninga

Allir kjarasamningar sem FIT er aðili að, sem verið var að kjósa um voru samþykktir nema samningur við Félag pípulagningameistara.

vinnustadaeftirlit d

Kosning um kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga frá 22. júní 2015 við Samtök atvinnulífsins, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins var samþykktur með 59,5% greiddra atkvæða. Nei sögðu 38,7% og 1,8% tóku ekki afstöðu. Fjöldi á kjörskrá var 2.252, kjósendur voru 550, kosningaþátttaka var 24,4%.

Kosning um kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga frá 23. júní 2015 við Bílgreinasambandið var samþykktur með 54,5% atkvæða. Nei sögðu 43,4% og 2% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 676, fjöldi kjósenda var 198 og kosningaþáttaka þar með 29,3%.

Kosning um kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga frá 23. júní 2015 við Félag pípulagningameistara var felldur með 54,3% greiddra atkvæða. Já sögðu 42,9% og 2,9% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 137, fjöldi kjósenda var 35 eða 25,5% kosningaþátttaka.