Pípulagningarmenn í FIT. Fundarboð!

Vegna nýfelldra kjarasamninga við Félag pípulagningameistara eru pípulagningarmenn boðaðir til félagsfundar á morgun, föstudaginn 17. júlí kl. 17.00 í Borgartúni 30, 6. hæð.
Það er mjög mikilvægt að fá álit félagsmanna og hverjar væntingar þeirra eru þegar viðræður um kjarasamninginn verða teknar upp að nýju.
Fjölmennum því á fundinn!
Fh. Stjórnar Félags iðn- og tæknigreina
Hilmar Harðarson, formaður FIT

rh object-27