Afboðun allsherjarverkfalls hjá ISAL

Samninganefnd verkalýðsfélaga starfsmanna ISAL tilkynnir um afboðun boðaðs allsherjarverkfalls sem koma átti til framkvæmda 1. september 2015. Þessi ákvörðun er tekin vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins, einnig til að fyrirbyggja að stjórnendur RTA geti notað samingaviðræður til þess.
Samninganefndin leggur áherslu á að tilgangur og markmið aðgerðanna er að ná samningum um bætt kjör starfsmanna en ekki lokun fyrirtækisins.

Með þessu vill samninganefndin skapa umhverfi til þess að fá viðsemjendur að samningsborðinu til raunhæfra viðræðna um bætt kjör starfsfólks ISAL.

hitaveita

F.h samninganefndar verkalýðsfelaganna 11. ágúst 2015.
Samþykkt og undirrituð af öllum í viðræðunefnd verkalýðsfélaga starfsmanna ISAL.
Fulltrúar viðsemjenda kvittuðu undir.