Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2015, kl. 17:00.
Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi.
Umsóknargögn er að finna á vefsíðunni www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur
Umsóknum skal skila á rafrænu formi.
Nánari upplýsingar veitir:
Hulda Hrafnkelsdóttir, sími 515 5800,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.