Afhending sveinsbréfa í 12 greinum.

Föstudaginn 18. september fór fram afhending á sveinsbréfum á Hotel Natura. Alls voru til afhendingar 113 sveinsbréf í tólf greinum, 23 í bifvélavirkjun, 5 í bílamálun, 2 í bifreiðasmíði, 37 í húsasmíði, 6 í húsgagnasmíði, 11 í pípulögnum, 6 í blikksmíði, 5 í Málariðn, 10 í Múraraiðn, 3 í rennismíði og 4 í vélvirkjun. Félag- iðn og tæknigreina óskar hópnum til hamingju með sveinsbréfið. Að afhendingu lokinni buðu FIT, Byggiðn og viðkomandi meistarafélög uppá veitingar, sem nýsveinar og gestir gerðu góð skil. Myndir frá afhendingu sveinsbréfa í iðngreinum innan Félags iðn- og tæknigreinar, Byggiðnar og viðkomandi meistarafélaga á Hótel Natura föstudaginn 18. september sl.

Forsida