Haustfundur Samiðnar

Akranes heimsóknMiðstjórn Samiðnar hélt sinn árlega haustfund fimmtudaginn 1.október og var hann að þessu sinni haldinn á Akureyri. Lagt var af stað norður í langferðabíl 31. september og fundað með aðildarfélögum á Akranesi, Borgarnesi,Blönduósi og Stykkishólmi og átti miðstjórn svo kvöldfund með Byggiðn og Félagi járniðnaðarmanna á Akureyri ásamt Húsvíkingum. Daginn eftir voru svo fyrirlestrar um norrænt vinnumarkaðs kerfi sem aðilar vinnumarkaðarins eru að skoða en fyrirlesarar voru Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ, Hannes G Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA og Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Frummælendur svöruðu spurningum fundarmanna bæði meðan fyrirlestrar stóðu yfir og eins að þeim loknum og voru menn sammála um að þeir hefðu verið mjög fróðlegir og áhugaverðir. Miðstjórnin afgreiddi síðan hefðbundin fundarstörf og fóru menn svo hver til síns heima.

Akureyri heimsókn