Vetrarleiga

svignaskardOpnað verður fyrir leigu á orlofsvef FIT fyrir tímabilið janúar – mars (fram að páskum) í dag, 15. október klukkan 13:00, samkvæmt reglum um opnun á leigu. Vetrarleigukerfið byggir á því að fyrstir koma fyrstir fá.
 Það hefur færst í vöxt að félagsmenn nýti húsin á veturna enda útivist að vetri til orðin mjög vinsæl og notalegt að eiga stund með ástvinum og vinum fjarri skarkala borgarinnar.
Vart er þörf að nefna nauðsyn þess að vera við öllu búin á ferðum um vegi landsins yfir vetrartímann. Við minnum samt á mikilvægi þess að menn séu á vel búnum bifreiðum og létt skófla ætti ætíð að vera með í för. Góður hlífðarfatnaður er að sjálfsögðu nauðsynlegur í allar vetrarferðir. Afar brýnt er að fylgjast með veðurspám og færð á vegum áður en lagt er í hann.
Umgengni félagsmanna FIT í orlofshúsum félagsins er að jafnaði mjög góð og til mikillar fyrirmyndar en því miður kemur það fyrir að gestir í orlofshúsum okkar ganga illa um og þrífa ekki við brottför. Ef eitthvað er athugavert við umgengni eða þrifnað húsanna við komu þá bendum við vinsamlegast á að hafa samband við skrifstofu félagsins. En munið að orlofsbústaðir eru sameiginleg eign félagsmanna í FIT.
Verðskrá fyrir leigu á orlofsbústöðum er breytt þannig að tveir verðflokkar eru frá og með áramótum og miðað er við stærð húsa.
Óbreytt verð verður á flestum orlofsbústöðum eða 21.000 krónur vikan, 11.000 krónur helgin og aukadagur 2500 krónur. Verð fyrir nýju húsin á Grjóthólsbrautinni og Vog á Mýrum er 28.000 krónur vikuleiga, helgarleiga er 13.500 krónur og aukadagur 4500 krónur. Óbreytt verð verður á húsinu okkar í Orlando. Verð á dagleigu í Hátúni 4. verður 3500 krónur.


Kæru félagar stundum er beinlínis nauðsynlegt að láta svolítið eftir sér yfir þessa dimmustu mánuði og heitt súkkulaði, góð bók og kertaljós svíkur til dæmis engan. Góða skemmtun í vetur. Orlofsvefur hér