Horfa þarf til nýs samningsmódels en lítið er að gerast í samningamálum

Kynningarfundur FIT 29x 06 15

Á miðstjórnarfundi Samiðnar í s.l mánuði fór formaður Samiðnar, Hilmar Harðarson yfir þær áherslur sem sambandið vill að horft verði til í nýju samningsmódeli. Hann sagði m.a að horfa þyrfti til:

 Sjálfstæði stéttarfélaganna við kjarasamningsgerð

 Að ekki sé verið að auka verulega miðstýringu við kjarasamningsgerð á íslenskum vinnumarkaði

 Jafnræði verði vera milli ólíkra starfsgreina

 Svigrúm verði til þess að aðlaga einstakar starfsgreinar að breytilegu umhverfi

 Tryggt sé að horft sé til þarfa heildarinnar en ekki til einstakra hópa þegar ramminn er lagður

 Að fram fari almenn kosning meðal félagsmanna um þær tillögur sem sátt verður um áður en þær koma til framkvæmda

Í lok erindi síns sagðist formaðurinn vilja leggja áherslu á:
Þetta er fyrsta umræðan sem tekin er innan sambandsins um nýtt vinnumarkaðsmódel. Samiðn gengur til þeirrar umræðu með opum huga og er tilbúið að skoða allar þær hugmyndir sem tryggja áherslur sambandsins. Hann sagði Samiðn leggja áherslu á að umræður um nýtt vinnumarkaðsmódel opnar en fari ekki fram í lokuðum hópum. Það er full ástæða til að binda vonir viða samkomulag takist og á næstu mánuðum skapist forsendur til að þróa nýjar leiðir við kjarasamningsgerð. Við hljótum öll að vera sammála um að núverandi fyrirkomulag þar sem allir hnýta í skottið á hverjum öðrum sé gengið sér til húðar. Slíkt fyrirkomulag leiðir til sjálfvirkar víxlverkana sem allir tapa á þegar upp er staðið.

Annars hefur lítið verið að gerast í samningamálum þessa vikuna. Litlar sem engar viðræður hafa 
verið í gangi og svo virðist sem allir séu að bíða eftir niðurstöðu í samningaviðræðum SFR, 
sjúkraliða og lögreglumanna. Eins og staðan er í dag er gengið útfrá því að ríkið muni búa til ramma sem aðrir semji sig inn í með samningi við framangreind stéttarfélög.Takist þessum félögum að semja er líklegt að það fari skriða í gang og gengið verði í það með krafti að ljúka samningum, Samiðn á bókaðan fund með ríkinu n.k. þriðjudag. 
Þær fréttir sem borist hafa í þessari viku og skipta kannski mestu máli er að aðilar eru farnir að ræða saman að nýju í svo kölluðum SALEK-hóp. Verkefni hópsins er að ná samkomulagi um samningslíkan þar sem gert er ráð fyrir að samið verði um ramma sem allir semji sig inn í. Jafnframt er gert ráð fyrir ef samkomulag næst um að fara þessa leið takist samkomulag um hvernig farið verður með opnunarákvæði kjarasamninga í febrúar á næsta ári. Hér er á ferðinni stórmál sem mun hafa mikil áhrif ef vel tekst til og ætti að geta skapað betri skilyrði til að byggja upp efnahags-og félagslegan stöðugleika sem til lengri tíma ætti að skapa forsendur fyrir vaxandi kaupmætti.