Samþykkt að boða verkfall hjá Rio Tinto Alcan

Undanfarna daga hefur staðið yfir leynileg atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Félags iðn- og tæknigreina sem starfa hjá Rio Tinto Alcan, (ÍSAL) um boðun ótímabundins verkfalls frá miðnætti 2. desember. Atkvæðagreiðslan hófst mánudaginn 2. nóvember og lauk þann 5. nóvember kl. 12.00.
Atkvæðagreiðslan fór fram í samræmi við ákvæði 15. gr. laga nr. 80/1938.
Á kjörskrá voru 19 manns og tóku allir þátt eða 100%. og féllu atkvæði þannig,
Já sögðu 16 eða 81%
Nei sögðu 3 eða 19%
Verkfallsboðun telst því samþykkt.

Suðumadur